fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Snurfusaður vettlingur

Vegna fjölda kvartana um fátæklegt útlit vettlings hefur hann nú fengið andlitslyftingu. Ekki dramatíska, en ég fæ allavega prik fyrir að reyna. Ástæðan fyrir því að ég breytti honum back to the basics um daginn var sú að ég var farin að íhuga alvarlega að senda hann á eftirlaun, hætta þessu sjálfhverfa blaðri um ekki neitt á netinu og fara að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegra, eins og fluguhnýtingar eða skottís. Báðir lesendur mínir brugðust ókvæða við þeim tíðindum, og því hef ég ákveðið að halda vettlingi á lífi í bili og sjá hvort ég fæ ekki innblástur um hvernig er hægt að rífa hann uppúr lægðinni sem hann hefur verið í síðasta árið eða svo. Ef einhver hefur skoðun á því hvað gæti hjálpað, í hönnun vettlings eða efnistökum hans, eða fílar bara ekki Scrat hérna að ofan, þá má viðkomandi endilega tjá sig um það í kommentunum.
Viljið þið svo prittí plís taka þátt í skoðanakönnuninni hérna til vinstri, er forvitin. Og pínu despó. Samt aðallega forvitin. (Og despó.)
Lifið heil.

3 ummæli:

Magnus sagði...

Kýs andstæðinginn. ;-)

Nafnlaus sagði...

hæ hæ ég verð nú að segja að það væri synd og skömm að slíkur snildar penni sem þú ert unnur mín myndir leggja niður þessa síðu. hún hefur oftar en ekki komið brosi á varir mínar þegar ég sit í leiðin legum tíma með asnalegan kennara. ég mælist til þess að þú haldir þessu áfram en þó svo framarlega sem þú nennir því sjálf.
kv
Guðrún Sigríður

Unnur sagði...

Maggi: Wild thing!

Guðrún Sigríður: Þakka andlegan stuðning, alltaf vel þeginn :)