laugardagur, nóvember 17, 2007

Go team?

Mér er of illt í hnjánum til að sofna. Það er nýtt.
Langaði út í kvöld í eins og eitt rauðvínsglas og spjall, en gerði þá skelfilegu uppgötvun að næstum allir vinir mínir eru orðnir helmingur (að minnsta kosti) af pari. Hvenær gerðist þetta eiginlega? Og hvar var ég?? (Frakklandi segiði? Kannast ekki við það...) Það er svo erfitt að draga pöruðu vinina út úr örkinni á föstudagskvöldum að eftir að hafa farið með söluræðuna mína nokkrum sinnum í símann án minnsta árangurs ákvað ég að gefast bara upp, fara í joggarann og gera aðgerðaáætlun um hvernig sé best að finna sér nýja einhleypa vini sem nenna að gera hluti um helgar. Ekki að ég ætli að fara að losa mig neitt við arkarbúana, sem ég kann ennþá mjög vel að meta, en það er greinilegt að það vantar eitthvað uppá að lífstílarnir fari saman eins og er. Og ég kann ómögulega við að drekka ein, held ég hafi lesið of margar bækur eftir Þorgrím Þráins þegar ég var áhrifagjarn unglingur.

5 ummæli:

Ella sagði...

Hey skvís.
Ég á við þetta helmingavandamál að stríða, velkomið að bjalla í mig næst þegar þú færð djammþörf ;)
Annars er ég bara svona að kvitta fyrir komuna.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu kella:) Ég skil þig að vísu ofsa vel...en við Bjarki fórum nu samt að djamma á fös og lau ásamt fullt af einhleypu strákavinum hans Bjarka...hmm...þú átt bara að lita á svona sem hölstækifæri vinkona góð...eða eignast nýja einhleypa vini:)

Unnur sagði...

Takk fyrir það Ella ;)

Og Arna, þið Bjarki eruð nú reyndar undanskilin þessu röfli mínu því þið eruð alltaf til í að bralla eitthvað skemmtilegt, þetta var nú alls ekki skrifað um ykkur! :)

Nafnlaus sagði...

Unnur... Ég vil alltaf dansa með þér, ef þú vilt og nennir að hanga með kynvillingum.... Helvítið hann Þorgeir Þorvalds eða hvurn andskotann sem þetta mannhelvíti heitir... Hann eyðilegði mig líka. Ég er að spá í að kæra hann, án gríns.

Unnur sagði...

Gunni, það eru góðar líkur á að ég taki þig á orðinu og dragi þig í dans eftir áramót ef þú hefur í alvöru tíma. Hættulegt að koma með svona yfirlýsingar þessa dagana nálægt mér sko ;) Samningaviðræður annað kvöld yfir frú Stellu, ég verð tilbúin með teið!