þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Menningarsjokk

Ég er ekki að segja að Sófus fimmti sé vitlaus, en þegar ég kom heim áðan var hann í sturtu og í stað þess að kippa baðmottunni úr henni á meðan þá stóð hann á henni í sturtunni og gróf tærnar í blauta Ikeadýrðina meðan hann þvoði sjampóið úr hárinu. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Svo ég gerði bæði.

3 ummæli:

Magnus sagði...

Snillingur, ekkert annað.

Nafnlaus sagði...

iris sagði:

fórstu ekki bara og grófst þínar líka, svona með honum?? ...ég veit ekki hver sófus5 er en sagan hljómar miklu meira spennandi svona! en það er kannski bara ég...

Nafnlaus sagði...

Hahah...eins og ég segi...þú færð engan sófa þegar þú ferð til útlanda og nýtir þér greiðann til baka, heldur færðu hjónarúmið...