sunnudagur, nóvember 11, 2007

Fráhvarf

Ég ætla að detta í þá klisju að segja að ég sakni deit-menningarinnar í henni Frakklandi. Meira að segja ég, sem var með rómantíkur-ofnæmi á svo háu stigi þegar ég fór út að ég tók með mér adrenalínsprautu til vonar og vara, hef greinilega ekki komið aftur heim til Íslands farsælda Fróns ósnortin af frönsku rómantíkinni. Eins og ég bölvaði henni samt mikið. Frakkarnir eru búnir að "raise the bar" og ég get ekki sagt að það sé að auðvelda mér lífið á íslenska markaðnum. Helvítis lögfræðingar... Vissi að það myndi koma aftur og bíta mig í rassinn.

Engin ummæli: