föstudagur, nóvember 16, 2007

Alþjóðasamfélag? Are you out there..?

Þrátt fyrir óstjórnlega hræðslu við þetta fyrirbæri sem Moggabloggið er þá ætla ég núna að gerast sek um ansi Moggabloggslega hegðun. Kenni því um að ég er illa sofin.
Á krúsi um vef Morgunblaðsins í morgun rakst ég á þessa frétt, þar sem sagt er frá því að dómur sé fallinn í máli 19 ára stúlku í Sádí-Arabíu sem varð fyrir hópnauðgun. Stúlkan þarf að sitja 6 mánuði í fangelsi og þola 200 svipuhögg fyrir að hafa "brotið lög sem banna samskipti við ókunna karlmenn". Ég er oftast fljót til að þjóta upp og verja trúfrelsi fólks, og blaðra um það að allt verði að skoða með tilliti til ólíkra menningarheima og allt það, en svona lagað fellur bara ekki á neinn hátt undir trúmál eða menningarmun. Þetta er bara hreint og klárt brot á mannréttindum, og það gróft. En ólíkt mörgum málum sem varða réttindi kvenna þá þarf engan að sannfæra í hinum vestræna heimi um að þetta sé fáránlegt, það sjá allir sem lesa fréttina, sem betur fer. Hinsvegar er þetta látið viðgangast ár eftir ár, mál eftir mál, og ekkert gert að því er virðist til að koma þessum konum til hjálpar. Til hvers erum við eiginlega með stofnanir eins og til dæmis Sameinuðu þjóðirnar? Ég veit alveg hvað þetta er flókið mál og erfitt viðureignar, en þegar mikið liggur við eru alltaf fundnar leiðir til að grípa til aðgerða. Verst það er engin olía í húfi hér.
(Ómálefnalegur póstur, en ég er of reið til að hugsa rökrétt. Fer frábærlega saman, ég veit.)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Unnur
Ég er að reyna að ná í þig varðandi kúrsinn Gagnagreiningu..
Nenniru að senda mér mail eða adda mér á msn ??

Kv Íris Arnlaugs, Brussel-meðfari..

irisa@itn.is
arnlaugs@hotmail.com