fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Ása og Dabbi í Strass

Ég er algjörlega að koma upp um krónísku bloggletina mína með því að birta endalausar myndir alltaf. En hér koma myndir frá því Ása fyrst og svo Dabbi voru í heimsókn. Ég er alltaf að bíða eftir að Ása sendi mér myndirnar sem hún tók hérna því mig grunar að þær séu fleiri og betri en mínar en það strandar greinilega á einhverju (mögulega því að ég hef ekki beðið hana um þær ennþá né sent henni myndirnar sem ég tók. Bara gisk) svo þessar verða bara að duga.

Ása tók með sér þessa fínu túristaviftu og skildi hana ekki við sig alla ferðina:Við erum mjög gáfulegar saman:En eigum samt alveg okkar móment líka:
Við vorum samt smástund að fullkomna tæknina sem þurfti til að taka myndir af okkur saman án aðstoðar þriðja aðila, þetta er td mynd af okkur Ásu: Svo stakk Ása af til strákanna sinna á Íslandi og Dabbi tók við gestahlutverkinu í viku eða svo. Hann er mjög afslappaður gestur með gluggablæti:Hann var líka heillaður af skipastigum:Og af bjór:Við Dabbi eigum það einmitt sameiginlegt að myndast alveg sérstaklega vel:
Slökun var stunduð mjög markvisst og með góðum árangri:
Sumarið hefði ekki verið samt án gestanna minna fínu, var endalaust hlegið og blaðrað og borðað og drukkið og blaðrað meira, ótrúlega ljúft alveg. Takk fyrir komuna!!

Engin ummæli: