Þá eru bara 10 dagar eftir af Frakklandsvistinni í þetta sinn. Ég get ekki beðið eftir að komast heim, hitta fjölskyldu og vini og fara að dunda við nýju íbúðina. Og byrja að æfa aftur, og hætta á einhæfa ostaograuðvíns-prógramminu... En á sama tíma þá á ég eftir að sakna Strass alveg ferlega, sem er reyndar frábært á sinn hátt því það sýnir mér bara hvað ég er búin að njóta þess að vera hérna síðasta árið. Það eina sem mig langar að gera þessa síðustu 10 daga er að sitja í glugganum mínum fína og horfa á borgina yfir ána og hlusta á túristana iða á bryggjunni. Ég vildi að ég gæti tekið gluggann með mér.
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli