mánudagur, ágúst 06, 2007

Fyrst spænska lögreglan og nú sú franska...

19 dagar í heimkomu og allt að gerast, er allt í einu að kynnast fullt af skemmtilegu fólki hérna og svona, enda dæmigert þegar maður er alveg að fara að yfirgefa svæðið... Lenti bæði á fimmtudags- og laugardagskvöldið í óvæntum partýum með yndislegu fólki sem ég þekkti ekki neitt en fannst ég umkomulaus ein á kaffihúsum og dró mig með sér. Á fimmtudagskvöldið var teitið reyndar leyst upp af óeirðalögreglunni svo sennilega voru impromptu trompettónleikar húsráðanda illa til fundnir, svona í miðju íbúðahverfi, en það þýddi ekkert að segja honum það og því fór sem fór. Ofsa gaman samt, og ég fékk tækifæri til að láta heilt partý skála með mér fyrir því að ég hef ásamt yndislegu fjölskyldunni minni fest kaup á íbúð á Garðastrætinu! Jei! Er ofsa spennt og hlakka ferlega til að koma heim og fara að dúlla mér við að flytja og svona!
Síðasti gesturinn á sumarplaninu er væntanlegur í kvöld, en Dabbi Dani ætlar að kíkja yfir til mín og taka dönsku rigninguna með sér. Mér finnst það gott plan því eins og er er ég að grillast í 30 stiga hita og sól, og get ekki hugsað heila hugsun.
Annars er hérna uppáhaldsmyndin mín úr heimsókninni hennar Áslu minnar um daginn. Við fórum í lautarferð við ána með rauðvín, osta, jarðarber og súkkulaði, og það var ótrúlega ljúft:

Engin ummæli: