Minnisbók Sigurðar Pálssonar er stórhættuleg, og ég ráðlegg öllum sem tök hafa á að halda sig sem lengst frá henni. Það er of seint að bjarga mér, ég er búin að lesa hana og þegar orðin langt leidd af Parísarsýkinni, en bjargið sjálfum ykkur! Nú langar mig ekkert meira en að halda aftur til Frans, í þetta sinn til Parísar, læra meiri frönsku, borða meiri ost og drekka meira rauðvín. Langaði að verða skáld í smástund meðan ég var að lesa hana en það bráði sem betur fer fljótlega af mér.
Verst ég nenni ekki aftur ein, allavega ekki eins og er, svo ég þarf að finna mér partner in crime. Og fá nóg af Íslandi, sem ætlar að gerast frekar hægt í þetta sinn. Kann svo ágætlega við mig í rokinu ennþá. Fannst ég á tímabili vera að rykfalla í hnetunni í Strass, en síðan ég flutti heim hefur nú verið loftað ærlega út. Takk Kári*.
*Kári kuldaboli, svo það komist nú ekki á kreik fleiri samsæriskenningar um ástalíf mitt. Jeminn.
fimmtudagur, desember 27, 2007
Bakkafjörður, París Langaness...
Birt af Unnur kl. 22:30
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Oh..bjóst ekki við því að þú myndir blogga á meðan þú værir í sveitinni...en skemmtilegt samt:)
Gleðilega hátíð gæskan...verst að þú kemur í dag og ég fer á Hvolsvöll í dag...að vísu kem ég á morgun en er upptekin um kvöldið (afmæli pabba)...heyrðu í mér þegar þú ert komin í bæinn:)
Skrifa ummæli