þriðjudagur, desember 11, 2007

Skólajól (jólaskól?)

Próflestur kominn á fullt skrið og ég er óþarflega lítið stressuð. Sennilega af því þessi próf eru á tungumáli sem ég skil svona sæmilega, í síðustu prófum hafði ég mestar áhyggjur af því að skilja ekki spurningarnar, ef svo heppilega vildi síðan til að ég vissi svörin við þeim var það bara bónus.
Fór annars í frábæra sundferð í gær, í brjáluðu roki og rigningu. Gott til þess að hreinsa aðeins til í hausnum. Mæli með því.
Á næstu dögum fæ ég, á milli þess sem ég læri fyrir próf, að búa til felt-jólasveina, skera út laufabrauð, kreista trölladeig í jólaleg form og dreifa glimmeri um heiminn. Gaman að vinna í barnaskóla fyrir jólin!

4 ummæli:

Magnus sagði...

Heitur pottur + gufubað hljómar ótrúlega vel akkúrat núna.

Unnur sagði...

Ég er alltaf til í svoleiðis gjörninga, spurning um að bæta því við hina nú þegar þéttskipuðu skemmtidagskrá okkar. Jeminn.

Unknown sagði...

leikskóli fyrir jólinn geriri einmitt svipaða hluti fyrir mann :) bara gaman. en við verðum að fara að hittast sæta spæta mín áður en Haukur Bragi fermist !

Nafnlaus sagði...

Ég fíla glimmer. Vei!