fimmtudagur, desember 20, 2007

Jólatölfræði

Próf eftir: 0
Jólagjafir keyptar: 0
Jólakort send: 0
Dagar þar til ég fer í sveitina: 2
Jólatónleikar séðir (heyrðir?): 3
Fólk sem mig langar að hitta og jólaknúsa áður en ég fer í sveitina: 100+
Jólaelgar (elgir?) í stofunni minni: 4
Sérsniðin jólasveinahúfa á Hundmund: 1! (hann er ó svo fínn)

Er samt alltsaman á réttri leið, vinn mikið hraðar eftir að ég pakkaði loksins niður svefnpokanum sem ég er búin að vera að ánamaðkast í heima hjá mér síðustu daga. Stórvarasamt. Nágranninn á hæðinni fyrir neðan heldur sennilega að ég hafi gefið sjálfri mér pogo-prik í snemmbúna jólagjöf eftir allt svefnpokahoppið. Skjús mí.

Engin ummæli: