fimmtudagur, september 13, 2007

Tímabundið kommúnuástand

Þá er fyrri sófasörfarinn kominn og farinn, og dvöl þess seinni hálfnuð. Það er mjög patent að hafa svona lið á sófanum, þeir elda og þrífa, og hlæja á sömu stöðum og ég yfir sjónvarpinu. Hentar mér vel þar sem ég er einbúi en má hvorki fá mér kött né hund eins og er. Verst með mataræðið þeirra, í gær var ég látin elda hrossabjúgu með kartöflumús og jafningi því Sófus 2 sá þau í Bónus og varð alveg heillaður af hugmyndinni. Hann situr og nagar eitt kalt í sófanum yfir Dr. Phil í þessum töluðu. Þessi elska. Áðan var hann að dunda sér við að klippa út "Muu"-ið af mjólkurfernunni minni, því honum fannst það sniðugt og ætlar að taka það með sér. Fólk er skemmtilegt.

Engin ummæli: