Mér fannst kynvillingurinn í Spaugstofu vikunnar ó svo sjúklega fyndinn. Klárlega erfiður sjúkdómur við að eiga.
Helgin var góð. Ég, Magga og Rakel drógum Sófus 2 upp á Esju á föstudaginn og lögðum hann svo í bleyti í Laugardalnum. Á laugardaginn flutti Sófus út og ég skellti mér í bústað með Rakel og tveimur fjórfættum vinkonum, við elduðum góðan mat (við Rakel það er, hundarnir voru gagnslausir í þeirri deild), mozzarella og tómatforrétt og svo humar í aðalrétt, og skottuðumst á náttfötunum. Ofsa gott. Á sunnudaginn tókum við létt labb, lærðum svolítið, skelltum okkur í sund á Laugavatni og dáðumst að því hvað landið okkar er kjánalega fallegt í góðu veðri. Svo var haldið Lettlands-vídjókvöld og ég afrekaði það loksins að sjá Reservoir Dogs. (Engin vonbrigði þar, þó eyrað hafi svolítið tekið mig á taugum.)
Allt í allt mjög góð helgi, og ég er ekki frá því að ég hafi skilið kvefið mitt eftir á Esjunni. Svo ef þið eigið leið þar framhjá og rekist á umkomulaust kvef sem vantar far, ekki láta blekkjast. Það er agalegt.
þriðjudagur, september 18, 2007
Andlaus helgarskýrsla
Birt af Unnur kl. 00:07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli