laugardagur, september 02, 2006

Mætt til Frans! Sveeeeiiiiitt...

Ég komst á leiðarenda! Hvern hefði grunað... Gekk samt ekki alveg snuðrulaust en það var nú alveg viðbúið. Hérna koma myndir sem ég veit að mamma mín vill sjá ekki seinna en í gær:


Eldhúsið séð frá herberginu mínu

Baðherbergið (þvooottavél!)

Sturtan mín (hrein!)


Herbergið mitt séð frá eldhúsinu

Herbergið mitt séð frá glugganumÚtsýnið beint út um svefnherbergisgluggann minn


Og pínu á ská út um hann

Íbúðin mín er algerlega stærri og hreeeeiiiiinni en ég átti von á, og hingað til hefur enginn verið dónalegur við mig eins og allir vöruðu mig við. Þvert á móti keypti ein indæl þýsk kona fyrir mig lestarmiðann í dag því ég gat ekki skilið maskínuna, og fylgdi mér svo alla leið á pallinn minn án þess að vera einu sinni að fara að taka lest sjálf. Þýskur strákur setti farangurinn minn fyrir mig í rútuna, og tók hann út fyrir mig aftur. Frönsk stúlka seldi mér miðann sinn í traminn hérna í Strasbourg áðan því ég fattaði ekki að ég átti að vera búin að kaupa hann áður en ég fór niður alla 18 rúllustigana með farangurinn minn (og ég sá ekki fyrr en seinna að hún rukkaði mig um minna en vélin hefði gert!). Kanadískur nágranni minn kom svo niður að taka á móti mér þegar ég fann íbúðina og bar þungu töskuna mína upp langa og þrönga stigann minn. Sambýliskona mín er fjarverandi en skildi eftir bók um Strasbourg sem hún er búin að merkja við góða hluta í, setti sængina sína í rúmið mitt svo mér yrði ekki kalt þar til Ikea opnar á mánudaginn og skildi eftir miða um að ég mætti endilega borða matinn hennar og nota tölvuna hennar að vild. Reynsla mín af fólkinu á svæðinu hingað til er vægast sagt góð.

Engin ummæli: