fimmtudagur, september 14, 2006

Myndablogg

Blogger hefur ekki viljað setja inn myndir frá mér í nokkra daga, frekar pirrandi, en hér koma nokkrar skýringamyndir frá Frans.



Þetta eru Doris og Sebastian frá Kólumbíu, ég er voða mikið með þeim því þau tala alltaf frönsku og ég er þá tilneydd til að bjarga mér bara, því Sebastian skammar mig ef ég skipti yfir í ensku... Doris er dansari og ætlar að kenna mér Merengue og allskonar dillerí:



Þetta eru Kólumbíukrúttin mín aftur, ásamt Diego, sem er Spánverji sem býr í Englandi og er ofsa skrýtinn en ágætisnáungi engu að síður, og Mariönu frá Þýskalandi, sem er voða sæt og indæl:

Þetta er uppáhaldsvinur minn og sambýlismaður þessa dagana, hann Jacob. Hann eldaði meira að segja fyrir mig áðan tarte flambé, sem er hefðbundinn réttur frá Alsace svæðinu, svona einskonar þunn pítsa með sýrðum rjóma, kjöti, geitaosti og lauk. Ofsa gott. Hann er bara algjör snillingur, og allir vinir hans líka, en ég hef ekki ennþá náð myndum af þeim. Stelpan með honum á myndinni er líka þýsk, Franzeska, og mjög fín alveg.

Ég ætlaði að taka myndir af leiðinni minni í skólann en þá varð ég batteríislaus, náði samt að taka þrjár lélegar myndir, var líka alltof bjart og svona vesen. En þetta er allavega sýnishorn:




Engin ummæli: