Þá er sambýliskonan mætt á svæðið og hún er alveg eins indæl og tölvupósturinn hennar benti til. Hún talar mest við mig ensku eins og er en er að skipta yfir í frönsku meira eftir því sem líður á daginn og ég skil hana alveg, aðallega af því hún talar mjööög hægt og skýrt. Ég hef allavega engan annan skilið ennþá hérna, nema Tyrkjann sem seldi mér vatnið í gær.
Það er ofsalega heitt þessa fyrstu daga mína, og ég er bara sveitt og klístruð út í eitt. Fór sveitt í Ikea áðan að kaupa mér sæng, og fann þar uppþvottaburstann sem ég var hrædd um að ég þyrfti að láta senda mér að heiman (Mathilde var frekar hissa á gleði minni yfir að hafa fundið bakbursta í sturtuna, og ennþá meira hissa á gleði minni þegar hún komst að því að þetta væri uppþvottabursti). Ég keypti mér líka ýmislegt smálegt, handklæði, rúmföt, skurðarbretti og fleira. Mjög uppbyggileg ferð. Svo keypti ég í matinn og fékk mér franskt símanúmer, en þar sem síminn minn vildi ekki taka við franska kortinu varð ég að kaupa mér síma líka. Hann fékk ég á heilar 9 evrur og er það ljótasta sem ég hef séð lengi:
Númerið í hann er 0677973130, kannski þarf að gera 0 út úr landinu og 33 inn í Frakkland, veit það ekki.
Svo fór ég heim og eldaði. Já, ég sagði það, eldaði. Mat. Sem var ekki góður en allavega ekki vondur! Jei!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli