Við Jacob vorum að skríða inn úr dyrunum eftir vel heppnaða Ikea-ferð, keypti ruslafötu og wok-pönnu og svona skemmtilegt. Allir frekar þreyttir í dag því í gær fórum við nokkur saman út að borða og svo fórum bara ég og þýsku uppáhaldsvinir mínir á pöbbarölt sem stóð aðeins of lengi kannski. Geysp. En hérna er allavega mynd af nýja genginu mínu (og mér, ööörlítið sveitt og sjúskuð), og það skemmtilegasta er að sá lengst til hægri er næstum búinn að samþykkja að vera dansherrann minn á dansnámskeiði í háskólanum í vetur. Jei! Annars eru þetta frá vinstri til hægri Jacob, Florian og Nico:
föstudagur, september 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli