miðvikudagur, september 20, 2006

Þá er þýski sambýlismaðurinn farinn í hálfan mánuð. Mér finnst það einstaklega sorglegt. En í gær fórum við samt og hittum Flo og Nico á kaffihúsi og biðum eftir að klukkan slægi tólf því þá átti Nico 24ra ára afmæli. Ég tók fyrir og eftir myndir en sé ekki mikla breytingu...
Fyrir:

Eftir:
Við töluðum um stelpur, bjór og mótorhjól. Ég held ég sé að breytast í þýskan karlmann.

Engin ummæli: