Það er ýmsar sparnaðaraðgerðir í gangi hérna, ég var áðan að kaupa mér innkaupapoka sem ég á svo alltaf að taka með mér í búðina svo ég þurfi ekki alltaf að kaupa mér poka. Gott plan, nema þá á maður aldrei poka heima hjá sér til að nota undir rusl, og þá þarf að kaupa þá, og er maður þá ekki bara kominn hringinn? Kona spyr sig... Ég held líka að ég sé að verða búin að opna skápinn undir vaskinum hundrað sinnum og er alltaf jafn hissa á að ruslið sé ekki þar, heldur hangir poki á hurðarhúninum á eldhúshurðinni. Smart. Ég er búin að fá leyfi til að kaupa ruslafötu í Ikea og hafa þetta allavega í fötu á bakvið hurðina þá, ég hef það alltaf á tilfinningunni að þetta sé að fara að detta í gólfið og dreifa eggjaskurn og kjúklingahræjum um allt.
Annars er það helst í fréttum að ég elska Frakkland ennþá en tala ekki frönsku núna frekar en fyrir tveim dögum.
En það er betra að svitna úti en inni, svo ég er farin að leita að stóra garðinum sem mér skilst að ég eigi að geta flatmagað í!
fimmtudagur, september 07, 2006
Púkó pokar
Birt af Unnur kl. 11:52
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli