Í dag er Reykjavíkurmaraþon, og þar ætlar meðal annars hann Jón Örn að hlaupa til styrktar MND félaginu. Allir sem hitta á hann á næstunni ættu að gefa honum klapp á bakið fyrir það, enda ekki allir tölvunarfræðinemar sem eru til slíkra stórræða. Ég efast ekki um að þetta maraþon sé vel skipulagt að flestu leyti, en eitthvað verður undan að láta þegar svona stórviðburðir eru skipulagðir og í ár voru það merkingar um lokun á Sæbraut á leiðinni frá heimili mínu og að Laugum. Þetta benti ég manninum í gula vestinu sem sveiflaði prikinu sínu ógnandi í áttina til mín vingjarnlega á þegar ég, ásamt tveimur öðrum grunlausum ökumönnum, var allt í einu stödd keyrandi í miðju spandexhafinu.
Í öðrum fréttum þá er ég að vinna síðustu helgarvaktina mína sennilega næsta árið eða svo í þessum töluðu.
laugardagur, ágúst 19, 2006
Spandexdagurinn (a.k.a. maraþonið)
Birt af Unnur kl. 11:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli