Ég var að fá senda pappíra frá eiganda íbúðarinnar á Slátrarastrætinu sem ég þarf að fylla út og senda honum aftur. Gott og vel. Með þessum pappírum kom tölvupóstur, bæði frá honum og svo frá annarri Matthildinni minni í sambandi við greiðslu á smá leigu fyrirfram. Allt eðlilegt þar. Nema hvað að bæði Matthildurin og eigandinn taka það sérstaklega fram að FORELDRAR mínir þurfi að greiða svo og svo mikið fyrir leiguna. Ekki ég. Foreldrar mínir. Þó ég sé að verða 23ja. Þá veistu það mamma, þú borgar víst leiguna!
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli