Á sunnudaginn vann ég síðustu vaktina mína í World Class í bili, eftir tæplega þriggja ára blóð svita og tár þar. Mikið er ég glöð að vera hætt, allavega í bili, en ég er samt ennþá glaðari yfir að hafa tekið þessarri vinnu þegar mér bauðst hún á msn um árið (takk Hrefna :*). Þetta hús og fólkið í því er orðið svo stór hluti af rútínunni minni að ég get ekki ímyndað mér hvernig líf mitt væri án þess í dag, þetta er búið að vera svo mikið athvarf síðustu árin og mörgum af mínum bestu vinum kynntist ég þar. Ég setti mynd af mér á desktoppinn á tölvunni í kveðjuskyni, því ég er sannfærð um að mín verði saknað gífurlega. Starfslok mín væru samt mun dramatískari ef ég væri ekki að fara að vinna hinumegin við ganginn í vinkifjarlægð næstu þrjár vikurnar...
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli