Aumingja köngulóin mín þarf að hafa fyrir lífinu í vindinum í kvöld, ríghélt sér alveg í vefinn sinn þegar ég kom heim. Ég hefði boðið henni inn í lognið og hlýjuna, en ég er hrædd við hana. Samt er mér alls ekki sama um örlög hennar, við erum nú einu sinni sambýliskonur og búnar að vera í allt sumar, ég vona að hún spjari sig í nótt. Og ég vona að hún sé búin að fyrirgefa mér það að hafa slitið eitt lítið band af vefnum hennar um daginn (sem var komið þvert yfir miðja hurðagættina mína, en hélt greinina heila klabbinu saman því vefurinn hennar rúllaðist upp eins og rúllugardína þegar ég sleit hann).
Ég er sykurpúði í kvöld.
sunnudagur, ágúst 06, 2006
Save the last dance for me...
Birt af Unnur kl. 01:13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli