mánudagur, júlí 31, 2006

8 rue des Bouchers

Nú fer þetta blogg mitt senn að breytast í útlandablogg, sem er eins gott því það er alveg að deyja hérna heima. Ég var loksins að fá vilyrði fyrir íbúð áðan, með tveimur frönskum stelpum sem heita báðar Mathilde... Samkvæmt lýsingunni er íbúðin sæt og fín, nýuppgerð, í miðbænum og stutt frá skólanum, með adsl og þvottavél og öllu. Hljómar kannski aaaðeins of gott til að vera satt en það verður bara að koma í ljós. Þær eru voða krúttlegar eitthvað og áhugasamar um allt sem er íslenskt, tónlist og tungumál og alltsaman, svo kannski get ég fengið þær til að kenna mér frönsku í skiptum fyrir íslenska menningarfræðslu. En þær skilja allavega ensku (og reyndar frönsku, þýsku, portúgölsku og ítölsku!) og hvað getur maður beðið um meira?? Og þá slepp ég við að leigja appelsínugula herbergið af önuga manninum sem svarar aldrei því sem ég spyr um heldur einhverju allt öðru. Injófeis önugi maður.

Engin ummæli: