Ég held að læknar þessa lands séu búnir að rotta sig saman um það að vanrukka mig. Sem er auðvitað ekkert nema dásamlegt! Fór til tannlæknis um daginn sem tók myndir og krukkaði og potaði og rukkaði mig svo um fimmtánhundruð krónur, og í dag fór ég til sérfræðings sem rukkaði mig um tvöogfimm. Alveg hélt ég að það væri dýrara en þetta að vera lasinpési! Og í báðum tilfellum fékk ég bót meina minna, engar fýluferðir fyrir útsöluprísinn. Er kannski bara svona ódýrt að fara til lækna...?
Í gærkvöldi fórum við listamaðurinn í baðstofuslökun, og ég er ennþá svo slök að ég get ekki bloggað. Ég er franskbrauð í dag.
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Dr. Bónus
Birt af Unnur kl. 12:26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli