miðvikudagur, júlí 12, 2006

Why don´t they liiiiiiiike me??? snökt...

Af hverju af hverju af hverju vill fólk ekki leigja með mér??? Veit það ekki hvað ég er fáránlega skemmtileg? Og sæt? Hvað þarf maður eiginlega að gera til að fá leigða íbúð í Frans?? Ekki það að ég veit alveg hvað maður þarf að gera. Maður þarf að svara auglýsingunum á frönsku. Ég get bara ekki fengið það af mér að skrifa einhverjum tölvupóst sem ég veit að er bæði fáránlega málfræðilega vitlaus og vitlaust stafsettur því ég er ekki með franska stafi. Ég er málfræðifasisti og get það bara ekki! Alveg nógu mikið álag að skrifa þessar tvær línur í minni eigin auglýsingu á frönsku... Í dag ætla ég samt að skrá mig (loksins) í Alliance Francaise og fá lánaðar franskar og ó svo menningarlegar myndir (man að síðast þegar ég fór sá ég eina um talandi hund, ætli hún sé ennþá til?) og halda svo mína eigin frönsku kvikmyndahátið (fyrst Háskólabíó þarf endilega alltaf að halda sínar akkúrat þegar ég er í prófum). Allir velkomnir, en alpahúfur og baguette eru sérstaklega velkomin.
"Þú verður að fylgja hjarta þínu. Mitt er hér í Sýrakúsu en þitt siglir burt"

Engin ummæli: