mánudagur, júlí 03, 2006

Útilegu-Unnur, fæst núna með gæsahúð


Helgin var algjörlega æðisleg, þrátt fyrir að ég sé einni nögl fátækari að henni lokinni (vinstri miðtásunögl: Sakna þín beibí!). Ég elti Bylgju mína á Vindheimamela á landsmót hestamanna, þar sem hún komst í ÚRSLIT! Til hamingju elsku Bylgjukrútt :* Ég er að vísu alger bjáni þegar kemur að þessum hestabisness svo ég sat bara í brekkunni, fast vafin inn í fullt af teppum eins og frönsk pulsa, og horfði stóreyg á allt sem var að gerast. Rembdist við að læra að þekkja gangtegundirnar og það tókst svona að mestu leyti, spurði heimskulegra spurninga við öll tækifæri og vældi og skældi yfir því hvað það væri agalega gasalega kalt í tjaldinu mínu (það voru í alvöru hitaskil sem gengu í gegnum mitt tjaldið, Bylgja var grilluð öðru megin meðan ég lá skjálfandi hinumegin knúsandi hundinn mér til hlýju. Takk Iða.). Fjölskyldan hennar Bylgju ættleiddi mig (nauðug viljug), fóðraði mig á grillmat (namm) og vafði mig inn í teppi þegar ég var farin að blána í brekkunni. Ég kynntist fullt af skemmtilegu fólki og var sagt að ég væri "dönnuð", sem segir kannski mest um félagsskapinn sem ég var í.
Besta augnablik ferðarinnar: Liggja og lúra í brekkunni undir teppi og hlusta á rigninguna. Íslensk sumur eru svo yndisleg!! Ég er öll alveg flöffí af gleði yfir þessu öllu saman :)

Engin ummæli: