miðvikudagur, júní 28, 2006

IKEA-væðing

Við Ása skelltum okkur í IKEA í gær því enginn má flytja að heiman án viðkomu þar. Við fundum allt sem mig vantaði og fullt sem mig vantaði ekki en keypti samt, en hinsvegar fannst ekkert sem Ásu vantaði. Misjafnt mannanna lán og allt það. Hér kemur allavega alveg ótrúlega smáborgaraleg og döll vörutalning: Ég keypti mér:

Ofsa fína og marglita kertastjaka

Lampa (en enga peru...)

Diska og skálar (diska upp á sportið og skálar undir haaafragraut)

Meira að segja bjórglös! (undir bjór...)

Einnig keypt en ekki myndað: Sængurföt, lak, skurðarbretti, hnífur, þvottaklemmur og herðatré. Uppgötvaði líka að ég er vatnsglasasnobbari, engin vatnsglös í IKEA voru nógu góð fyrir mig, er hinsvegar búin að finna þau í Duka í Kringlunni og ætla að kaupa þau á morgun. Ég á allskonar dótarí! Jei!
Þessi færsla var bara fyrir mömmu held ég, allir hinir verða bara að afsaka þessa hrösun í ruglið.

Engin ummæli: