Ég trúi því ekki að ég hafi í síðasta fréttapistli gleymt að minnast á heilsuátak Unnsu og Gunnsa. Nú þegar ég er á leið til Frakklands og Gunnar Helgi orðinn löggildur listamaður með gráðu og allt (jei Gunni!) þá var ekki um annað að ræða en að flikka aðeins upp á lúkkið, svona fyrir allar Séð og Heyrt myndatökurnar hans og myndatökur frönsku aðdáandanna minna. Svo við fengum einkaþjálfaranema til að taka okkur í gegn ókeypis, því við erum svo hagsýn, og erum á góðri leið með að breytast í fyrirmyndirnar okkar, Barbí og Ken. Vandræðalegt samt um daginn þegar við vorum saman á æfingu og ætluðum í sund á eftir en týndum hvoru öðru í gímaldinu sem er kallað Laugar og eftir að hafa ráfað um húsið heillengi og leitað þá fórum við bæði í sund, á sama tíma í sömu laug, en hittumst ekki. Þetta. Hús. Er. Of. Stórt.
laugardagur, júní 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli