sunnudagur, júlí 09, 2006

Sunnudagsmorgunn í tómri líkamsræktarstöð

Af hverju tekst mér alltaf að djamma á vinnuhelgunum mínum og vera róleg fríhelgarnar? Sem betur fer vinn ég á stað þar sem enginn þarf að sjá hvað ég er mygluð. Hóst.
Ég er búin að senda póst á um það bil alla 99 sem eru að leita að meðleigjendum í Strasbourg á þessarri síðu en enginn vill mig. Af hverju vill mig enginn??? Ég reyki ekki, bít ekki og er kassavön! Það er meira en hægt er að segja um flesta Frakka ef orðið á götunni er rétt. Er farin að spá í að láta mynd af Unni Birnu fylgja með auglýsingunni minni, kannski hjálpar það...
Í Mogganum í dag er talað um 9 ára barn sem var að fæða barn í S-Ameríku, og það er "óttast að um nauðgun hafi verið að ræða". Vill einhver útskýra fyrir mér hver hinn möguleikinn er!

Engin ummæli: