fimmtudagur, júlí 06, 2006

Fair warning:


Ætli það sé samkvæmisdansmenning í Strass? Kannski get ég spilað útlendingaspilinu til að fá einhvern til að dansa við mig... Er alveg sjúk, mig laaangar svo að byrja aftur að dansa, pirrandi að vera ástfangin af íþrótt sem maður er fullkomlega upp á einhvern annan kominn um að geta stundað. Ég vil vera mín eigin lipurtá, kann ekki við að vera háð einhverju taktlausu strákgerpi í dillinu, en gallinn er sá að það er skemmtilegi hlutinn. Að dansa við einhvern. Er búin að fullnægja þörfinni að hluta til með einhverju sóló-legghlífahoppi í mörg ár en nú er nóg komið, og mér skal takast að fá eitthvað aumingjans Frakkagrey til að dansa pínu foxtrott eða vals eða bara fugladans þó það verði mitt síðasta! Mark my words! Einhver ætti nú samt að vara Frakkana við, það er ekki nema sanngjarnt að þeir fái tækifæri til að verja sig...

Engin ummæli: