föstudagur, júlí 21, 2006

Í hverju ertu?


Ég vona að það séu ekki allir búnir að gleyma í blíðunni að fara daglega inn á www.thehungersite.com og klikka á stóra gula takkann til að láta auglýsendurna gefa smá mat, og nota svo flettispjöldin efst til að fara á systursíðurnar fimm til að gera það sama. Ég var búin að gleyma því nefnilega, mundi bara eftir síðunum í gær, en nú eru þær orðnar að sértakka á netinu mínu svo ég gleymi þeim ekki aftur. Fyrr en bráðum...
Foreldrar mínir ætla svo að ættleiða ABC-barnið mitt á meðan ég er úti, og það væri nú skemmtilegt ef þið tækjuð að ykkur að styrkja nokkra vini handa honum á meðan ég er í burtu. Svo hann sakni mín ekki þið vitið.
Annars hófst vinnudagurinn minn í dag kl. 8 í morgun og stendur til 12 í kvöld, með smá hléi til að skjótast aðeins til Evu fjöltyngdu sem ætlar að vera svo indælis indæl að hringja fyrir mig til Frans í einhvern gaur sem vill kaaannski leigja mér herbergi. Ég ætla að reyna að fá hana til að borða smá krít fyrst svo hún hljómi eins og stúlkugeiturnar á Rauða torginu (og úlfurinn í grísunum þrem...) en hún veit það ekki ennþá. Annars er ég við það að hætta bara við þetta alltsaman, ég á eftir að sakna allra svo hræðilega mikið. Af hverju verða allir svona hrikalega skemmtilegir og sniðugir rétt áður en maður flytur úr landi? Og hvað á ég eiginlega að gera ÁN KATTARINS???

Engin ummæli: