Í gær keypti ég mér Skrúbbaseríu og horfði á alveg helminginn af henni í einu með frönskum texta sem ég las samviskusamlega. Og það hjálpaði alveg helling! Enn ein ástæða til að elska Skrúbbana.
Annars eru fréttir núll eins og er, bara rigning og ég að vinna. Enda ekkert betra að gera í svona veðri. Get samt ekki sagt að vinnustaðurinn sé leiðinlegur sama dag og ég mæti svíni í grænum smekkbuxum á línuskautum um leið og ég dragnaðist inn í húsið hálfsofandi í morgun. Merkilega nokk þá var það með allar mögulegar hlífar, svo svín eru greinilega mjög öryggismeðvituð. Það eru ný vísindi fyrir mér.
laugardagur, júlí 15, 2006
Skrúbbarnir
Birt af Unnur kl. 14:11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli