miðvikudagur, júlí 19, 2006

Þeir brúnkast seint sem veðurguðirnir hata

Ekki að ég ætli að vera með einhver leiðindi hérna, en ER VERIÐ AÐ GRÍNAST Í MÉR??? Nú er búið að vera slagveður í tvo mánuði, svo í gær er mér sagt að forðast sól í mánuð og voilá! SÓL! Argh!
Ég ætla í dag að ganga um í flíspeysu, ullarsokkum og snjóbrettabuxum með vettlinga, eyrnaband (hvenær ætli þau komist í tísku aftur?) og glamrandi tennur og þykjast ekki sjá þennan bannsetta gula bolta sem aldrei getur gert eins og ég bið hann. Hrmph. (Og skriðtækla alla sem labba framhjá búðinni minn í dag a) á leiðinni í laugina, b) með ís eða c) með sólgleraugu).

Engin ummæli: