miðvikudagur, júlí 26, 2006

Já, þúsund sinnum já, þó þú sért plebbi!

Ég kom víst í Brúðkaupsþættinum já í gær, mér til einstakrar gleði. Nú þarf ég aldrei að gifta mig. Finnst skemmtilegur femínismi í því að vera karllaus í brúðkaupsþætti. En þá er ég kannski að grípa í strá... Þeir klipptu samt skilst mér út fínu litlu ræðurnar mínar tvær sem ég var látin halda af miklum gervihressleika. Ég er að íhuga málsókn.
Annars er ég bara kvefuð og málhölt í samræmi við það.

Engin ummæli: