Þá er ég loksins búin að panta mér flug, brottför er áætluð 2. september. Hefði reyndar viljað fara aðeins seinna, og geta verið viss um að ná að kynna mig fyrir unganum þeirra Ásu og Fjalars, en þori ekki að hætta á að ná ekki að klára alla pappírsvinnuna sem fylgir þessu víst þarna úti. Ása mín, þú verður bara að kreista hann út á réttum tíma! Komaso!
Um daginn komst ég svo að því að ég er algerlega að fara til vitlauss lands, fyrst komu hingað Frakkar sem reyndu að tala við mig og það hefði alveg eins getað verið kínverska fyrir mér, svo kom spænsk kona og ég skildi hana vandræðalaust. Kannski að ég laumi mér bara yfir til Spánar ef allir benda á mig og hlæja fyrir að vera stúpidd. Sumarið mitt á Spáni forðum er samt heilmikið að hjálpa mér við undirbúninginn, það sem mig vantaði mest þar var íslensk tónlist og myndir af fólkinu mínu öllu, svo það er einmitt það sem ég er að sanka að mér núna. Þið megið eiga von á mér og tölvunni minni í heimsókn á næstu dögum þar sem við förum í gegnum geisladiskahillurnar. Svo er ég að fara að framkalla helling af gömlum myndum, taka nýjar og ráðast í nokkrar tölvur hjá vinum og vandamönnum þar sem ég veit af myndum sem mig langar í. Ég er semsagt að fara að vera frek og uppáþrengjandi, en það er allt gert til þess að þið saknið mín minna.
Á meðan ég er að hafa áhyggjur af þessu þá er ég að gefa skít í allt annað sem ég þarf að hafa með mér, og sumarprófið sem ég er að fara í 24. ágúst. Svona er forgangsröðin manns stundum spes.
PS. Ég held mér verði óglatt af appelsínum.
föstudagur, ágúst 11, 2006
22 dagar
Birt af Unnur kl. 10:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli