Alveg er það magnað hvað hausinn á manni getur verið þversum, nú er ég búin að sitja á bókó í allan dag og strand á sama dæminu allan tímann! Mér líður samt mikið betur að vera hér en að sitja heima, jafnvel þótt ég komi engu í verk. Þess má geta að ég er á bókó í þessum töluðu og er bara að blogga til að hafa afsökun fyrir að hvíla mig á bannsettu fylkinu sem ekki vill hlýða mér...
Ég fór annars í síðustu pásu í Húsó að kíkja á hvað hún Ingunn er búin að eyða tíma sínum í þessa önnina og ég er nú eiginlega bara abbó. Af hverju finnst mér allt í einu allir sem ég þekki vera að gera eitthvað skemmtilegt og slaka aðeins á á meðan ég er að gróa föst við stólinn minn á bókasafninu? Ég er að verða svolítið bitur eiginlega!
laugardagur, nóvember 29, 2003
Birt af Unnur kl. 17:51
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli