miðvikudagur, desember 03, 2003

Ég fór semsagt á tónleika MS kórsins míns gamla á föstudaginn og það var bara mjög ánægjulegt. Dagskráin var næstum nákvæmlega sú sama og í "gamla daga" sem gerði þetta þess mun skemmtilegra því maður gat raulað inní sér með öllum lögunum og endurupplifað "ísí písí" menntó. Komst að því að þetta var alls ekki svo slæmur tími, fyrir utan kannski gluggatjöldin og lyktina... Nokkrir höfðu líka gengið ennþá lengra en ég í að reyna að ímynda sér að þeir væru menntskælingar og sungu einfaldlega með, hátt og snjallt. Mér fannst það svalt hjá þeim, um að gera. Og ekki má gleyma að Ingunn spilaði undir af alkunnri snilld og sýndi þar að auki ógleymanlega takta í miðasölunni! En merkilegustu athugun kvöldsins átti án efa Gunni: ,,Ætli þau séu að safna fyrir ferð til Póllands?" Rétt´upp hönd sem kannast við þetta! :)

Engin ummæli: