laugardagur, desember 06, 2003

Bíllinn minn er ágætis félagi minn, við skiljum hvort annað yfirleitt og gerum okkar besta til að láta hvoru öðru líða vel (fyrir utan að ég hef ekki þvegið hann að utan síðan við kynntumst...). Ég hélt við þekktumst bara vel, þar til sú skýjaborg hrundi í morgun. Bíllinn minn er ósyndur. Alveg. Breikaði alla leið í bæinn svo meistaralega að hvaða ´88 töffari sem er hefði verið stoltur af. Ég var hinsvegar ekki stolt, hikstaði og hoppaði á 60 allan Vesturlandsveginn og stækkaði aðdáandahópinn minn lítið við athæfið. Vona að það verði ekki rigning í fyrramálið...

Engin ummæli: