Það eru áreiðanlega ekki margir sem eiga eftir að hafa vit á að gleðjast yfir nýjustu uppgötvun minni en hér er hún samt: Ég er búin að finna á netinu mestu snilld sem ég veit til að hafi verið gerð í jóladagataladeild heimsins! The Julekalender!!! Munið ekki, þar sem nissarnir tala hálfpartinn dönsku og hálfpartinn ensku og skemmtilega púkó fjölmenningarleg tónlistaratriði inn á milli? Yndislegt, vei! Er að hlaða því inn á tölvuna í þessum töluðu, hlakka ekkert smá til að setjast niður eftir próf og góna á þetta. Takk Annelise fyrir að deila þessu með íslensku moldbúunum :)
miðvikudagur, desember 03, 2003
Birt af Unnur kl. 18:38
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli