fimmtudagur, desember 25, 2003

Hjá stóra brósa var vistin góð, ég er svakalega glöð að hafa gefið mér tíma til að heimsækja þau. Skotturnar tvær eru algerir snillingar, ekki amalegt að vakna við það að tvær hlýjar prinsessur skríða undir sængina manns og knúsa mann. Við púsluðum, skreyttum og sungum hástöfum og nú verð ég að læra að setja inn myndir svo ég geti sýnt ykkur ferðamyndirnar, sem eru algert æði :) Við Nonni brölluðum líka ýmislegt, drukkum bjór (aldrei gert það saman áður) með frekar sorglegum árangri, ég skaut af byssu (út í loftið auðvitað, Unnsa litla grænfriðungur) keyrði traktor og rifjaði upp vináttu mína við sauðkindina, sem er auðvitað vanmetnasti snillingur landsins fyrr og síðar. Átti semsagt að skilja þær kollóttu frá þeim hyrndu en eins og flestir líklega vita vantar á þær handföngin svo ég sýndi frekar skrautleg tilþrif, greinilega orðin ryðguð í þessarri list.
Nú er ég stödd í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa á Bakkó, þar sem ég virðist aldrei geta borðað nóg. Fékk auðvitað fullt af góðum gjöfum sem ég ætla ekki að telja upp hér. Kem svo heim 29. og hlakka ferlega til að hafa tíma í jólafríinu til að hitta vini mína sem ég hef vanrækt gróflega síðustu mánuði, er í óða önn að skipuleggja fríið og áramótin, þetta verður svaka stuð :) Hugsið til mín í útlegðinni!

Engin ummæli: