þriðjudagur, desember 09, 2003

Ég vil gjarnan þakka honum Gunnsa listaspíru fyrir að gera á föstudaginn heiðarlega tilraun til að gera líf mitt ögn menningarlegra svona í skammdeginu. Skemmtileg sýning fyrsta árs nema í Listaháskólanum, ekki að ég hafi skilið helminginn af þessu en var samt mjög gaman að sjá hvað allir hinir eru að gera, maður er búinn að liggja í hálfgerðum félagslegum dvala. :) Verkið hans Gunna fannst mér svalt, sá það strax í hendi mér að hér væri líka komið einstakt tækifæri fyrir mig. Hann var nefnilega búinn að útbúa svona lítið herbergi sem er auðvitað mikið nær öllu en herbergið mitt í Mosó, svo Gunni minn, er séns að ég fái að leigja þetta hjá þér í vetur?...

Engin ummæli: