Já, gleymdi því, ég sá hinn fjölskylduvæna skemmtiþátt Gilla Marteins endurtekinn í dag, og komst að því að hann hefur sömu hlýlegu leiðindin til að bera og Hemmi hafði á sínum tíma, manni hlýnaði öllum að innan og fékk gömlu góðu öryggistilfinninguna, beið bara eftir að einhver yrði spurður hvort hann legði ennþá stund á knattspyrnu... Mjög gott, og ekki versnaði það þegar Icy Spicy Leoncie birtist og uppfærði tískuvitundina mína, sem var orðin ansi rykfallin eftir óhóflega innilokun á bókasafni. Og nú brennur á mér ein spurning; hvar fæ ég eiginlega svona belti???
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli