Ég held ég sé haldin einhverskonar svefnsýki, ég er þreytt allan daginn alla daga og alveg við það að missa meðvitund á bókasafninu dag eftir dag, og samt sef ég mikið meira en vanalega, ég skil ekki... Kannski er samsæri í gangi í skólakerfinu, allir máladeildarnemar skilyrtir til að detta út þegar þeir koma of nálægt stærðfræði... Ég er allavega ekki sátt, nú fer að líða að prófum og þrálátt meðvitundarleysi er ekki alveg það sem ég þarf þessa stundina.
Annars ætla ég að gefa sjálfri mér það í jólagjöf að heilda og diffra allt jólafríið svo ég eigi séns í stærðfræðigreininguna eftir jól, það væri mjög ljúft að geta klárað hana því ég hef alltaf ímyndað mér að þegar ég nái þeim áfanga verði ég endanlega búin að sanna fyrir sjálfri mér að ég geti þetta alveg.
Æ, þetta bjargast alltsaman, verst að foreldrar mínir eiga eftir að sitja uppi með mig alvega ferlega lengi meðan ég sniglast í gegnum þetta!
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Birt af Unnur kl. 15:41
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli