Vettlingur fór í sinn fyrsta gítartíma í gærkveldi. Nú eru 3 fingur af 10 óstarfhæfir með öllu. Ég vissi aldrei að það væri sárt að spila á gítar, ég hef nýfundna virðingu fyrir trúbadorum heimsins og ja, bara öllum sem grípa í gítarinn í útilegum, nema kannski Árna Johnssen... Ég er samt svakalega klár, get spilað heilt lag, og veit að það er ekki langt í heimsfrægðina úr þessu. Frizzy who, here comes Unnsy!! Að vísu er lagið bara tveir hljómar og ég þarf að gera smá hlé alltaf á milli þeirra til að skipta um hljóm, en við skrifum það á listrænar áhersluþagnir, og þá er þetta mjög artí bara.
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Birt af Unnur kl. 18:01
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli