Hvað eru allir þessir útlendingar að gera hér í nóvember? Þetta hlýtur að vera með ómerkilegri mánuðum ársins, engar stórhátiðir, engin sól, yfirleitt enginn snjór, það er hálfgert millibilsástand sem ríkir og ekkert beint hingað að sækja finnst mér. Samt verður ekki þverfótað í bænum fyrir hamingjusömum, skynsamlega dúðuðum útlendingum, maður fær varla sæti á kaffihúsi fyrir þessu liði. Hlýtur að vera eitthvað svakalegt tilboð í gangi hjá einhverri ferðaskrifstofunni...
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli