Eftir mjög vísindalegar rannsóknir síðustu árin hef ég loksins komist að því að háhælaðir skór eru bara ekki þess virði, strigaskór eru það sem blíva í næturlífinu. Maður lítur ekki út fyrir að vera að reyna alveg eins mikið fyrir utan að maður getur hoppað eins og mann lystir, þótt ég viðurkenni reyndar fúslega að sú þörf virðist koma oftar yfir mig en flesta...
Ég fór út á lífið bæði föstudag og laugardag þessa helgina og uppskar hressilega hálsbólgu sem ég vil kenna óhóflegri snertingu við annarra manna sígarettureyk um. Foj, maður er hvergi laus við þetta ullabjakk, og þegar maður kemur heim og ætlar að fara að sofa í hausinn á sér er það ekki hægt því hann, ásamt restinni af kroppnum, fötunum manns og öllu sem var með í fjörinu angar af krabbameinsvaldandi löstum annarra. Mér finnst þetta ferlega óaðlaðandi alltsaman. Fólk getur bara reykt úti í kuldanum mín vegna, allavega finnst mér sanngjarnara að það séu reykingamennirnir sjálfir sem endi með hálsbólgu en litla ég sem ekkert get að því gert að þeir hafi ekkert betra við peningana sína og lungun að gera, þeim virðist hvort sem er ekkert vera sérstaklega annt um öndunarfærin sín. Og hana nú!
mánudagur, nóvember 10, 2003
Birt af Unnur kl. 19:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli