Trausti brást trausti mínu í dag. Og ég þurfti að hringja í pabba minn til að biðja hann um að skipta um dekk fyrir mig. Og þótt hann kæmi að vörmu spori með bros á vör fannst mér það samt sorglegt og hef heitið sjálfri mér því að næst þegar allur vindur verður úr Trausta mínum ætla ég sjálf að skipta um dekk, ég kann það nefnilega alveg svona í kenningunni, hef bara aldrei gert það í alvörunni. Það er samt víst ekki alveg það sama, allavega yrði mér ekki alveg rótt ef ég væri að fara í aðgerð og skurðlæknirinn segði mér að hann hefði að vísu aldrei skorið neinn upp áður en hann væri búinn að lesa bókina voða vel... En þetta er samt planið semsagt, að geta skipt um mín eigin dekk í staðinn fyrir að vappa í kringum bílinn að þykjast gera gáfulega hluti meðan pabbi minn gerir það fyrir mig.
(Get samt ekki ennþá fengið vídjóið mitt til að taka upp af stöð tvö svo þetta gæti verið óþarfa bjartsýni, við sjáum til...)
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
Birt af Unnur kl. 19:23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli