miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Ég veit að það er hvorki komin aðventa né 1. desember, og ég veit að fólk, þar með talin ég (þar til annað kemur í ljós allavega), er endalaust að nöldra yfir því að jólaundirbúningurinn byrji of snemma. En ég verð að játa mig sigraða í þetta skiptið. Það er kominn snjór, lager heimilisins telur bæði mandarínur og piparkökur, það er komin jólastöð í útvarpið, ég er farin að læra fyrir prófin, og ég er komin í jólaskap!!!
Af því tilefni að ég er komin út úr jólaskápnum ætla ég á jólatónleika í Langholtskirkju á föstudaginn með öðrum virkum jólaálfi, honum Gunna, og eftir það veit ég að ég verð ekki mönnum sinnandi vegna óhóflegs hátíðaskaps, vildi bara vara ykkur við...

Engin ummæli: