sunnudagur, nóvember 23, 2003

Eftir að hafa eytt deginum í að reyna að finna hverjum hlut sinn stað í herberginu mínu hef ég komist að mjög merkilegri niðurstöðu um hvert vandamálið sé. Það kemur í raun tvennt til greina; of fáir staðir eða of margir hlutir. Ég hallast að því síðarnefnda en þegar maður er orðinn svona stór þá á maður orðið meira af hlutum og minna af drasli en áður og ekki lengur hægt að leysa vandamálið einfaldlega með því að henda draslinu (sama hverju mamma heldur fram!). Svo nú er bara eitt til ráða. Veiðiferð í IKEA!!! Þar eru nefnilega seldir staðir, meðan næstum allar aðrar búðir selja hluti. Merkilegt, ekki satt?

Engin ummæli: